Forsjáraðilar barna undir 16 ára eiga að hafa aðgang að Heilsuveru barna sinna og geta sótt lyf barns í lyfjabúð. Ef forsjáraðilar barns undir 16 ára hafa ekki aðgang að Heilsuveru barns er þeim bent á að hafa samband við embætti landlæknis á netfangið [email protected].
Enn fremur má benda á að lyfjafræðingi er heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11.