10. Hvernig sækja foreldrar barna með sameiginlega forsjá lyf fyrir börnin sín?

Lögheimilisforeldri hefur sjálfkrafa aðgang að heilsuveru barnsins en hitt foreldrið getur fengið sama aðgang að heilsuveru barnsins með því að sækja um þann aðgang hjá embætti landlæknis.

Umsóknin er send til embætti landlæknis á netfangið [email protected]. Umsókninni þarf að fylgja forsjárvottorð sem foreldri getur nálgast á island.is

Jafnframt er lyfjafræðingi heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11.

Síðast uppfært: 26. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat