Afgreiðslutími Lyfjastofnunar í sumar

Afgreiðslutími Lyfjastofnunar verður að mestu óbreyttur í sumar, opið frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Dagana 22. júlí til og með 2. ágúst verður hins vegar lágmarksþjónusta vegna sumarleyfa starfsfólks, og einungis brýnum málum sinnt sem ekki geta beðið afgreiðslu.

Af öðrum takmörkunum má nefna að ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra lyfjarannsókna og breytinga á rannsóknaráætlun frá 8. júlí til og með 16. ágúst, og umsóknum um inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna verður ekki sinnt dagana 8.-12. júlí og 22. júlí til 2. ágúst.

Nánar um takmarkanir á afgreiðslu vegna sumarleyfa

Síðast uppfært: 22. júlí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat