Markaðsleyfishafi lyfsins (AstraZeneca AB) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna sem fjallar um nýja frábendingu lyfsins.
Samantekt bréfsins er sem hér segir:
- Tilkynnt hefur verið um örfá tilvik háræðalekaheilkennis á fyrstu dögunum eftir bólusetningu með Vaxzevria. Saga um háræðalekaheilkenni var til staðar í sumum tilvikanna. Tilkynnt hefur verið um dauðsföll.
- Nú er frábending fyrir notkun Vaxzevria hjá einstaklingum með sögu um tilvik háræðalekaheilkennis.
- Háræðalekaheilkenni einkennist af bráðum bjúg, aðallega í útlimum, lágþrýstingi, blóðstyrkt (haemoconcentration) og blóðalbúmínlækkun. Sjúklingar með háræðalekaheilkenni eftir bólusetningu þurfa skjóta greiningu og meðferð. Venjulega þarf að beita öflugri stuðningsmeðferð.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) í sérlyfjaskrá.