COVID-19: Sótt um markaðsleyfi fyrir dexametasón hjá EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur borist umsókn um markaðsleyfi fyrir lyfið Dexamethasone Taw til að meðhöndla alvarlega veika sjúklinga með COVID-19 á sjúkrahúsi. Umsækjandinn er lyfjafyrirtækið Taw Pharma.

Mat á virkni dexamtasónlyfja við COVID-19 stendur nú yfir

Mat á virkni dexametasóns við COVID-19 stendur nú yfir hjá Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP). Sú vinna var þegar hafin þegar umsóknin fyrir Dexamethasone Taw barst. Mat nefndarinnar felst í að yfirfara gögn úr RECOVERY rannsókninni. Í þeirri rannsókn var m.a. til skoðunar hvaða áhrif notkun dexametasóns hefði, sem viðbót við hefðbundna umönnun hjá fullorðnum COVID-19 sjúklingum á sjúkrahúsi.  Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að dánartíðni sjúklinga sem fengu dexametasón var lægri en hjá þeim sem ekki fengu lyfið. Þær niðurstöður fást þó eingöngu hjá þeim sjúklingum sem þurftu á súrefnisgjöf eða öndunaraðstoð með öndunarvél að halda.

Hvað er dexametasón?

Dexametasón er barksteri sem notaður hefur verið um árabil til meðferðar ýmissa sjúkdóma, svo sem bólgusjúkdóma, ofnæmis, sjálfsofnæmissjúkdóma og krabbameins. Og nú er metið, sem fyrr segir, hvort dexametasón gagnist í glímunni við COVID-19 sjúkdóminn.

Umfjöllun um markaðsleyfið hraðað

Umfjöllun EMA um markaðsleyfisumsóknina verður hraðað svo sem verða má.

Frétt EMA

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat