Í síðustu viku tóku fulltrúar Lyfjastofnunar á móti fulltrúum lyfjafræðideildar Háskóla Íslands. Tilefni fundarins var greining á mögulegum samstarfsflötum. Á fundinum kynnti forstjóri Lyfjastofnunar starfsemi stofnunarinnar ásamt helstu verkefnum sem eru á döfinni.
Fram komu ýmsar hugmyndir um mögulegt samstarf, meðal annars að Lyfjastofnun komi í auknum mæli að kennslu við deildina.