Nú hafa verið birtir í lyfjaverðskrá þeir GTIN-öryggiskóðar (Global Trade Item Number) sem borist hafa Lyfjastofnun. Enn vantar þó GTIN fyrir mörg vörunúmer og ekki
er hægt að útiloka að villur séu í skránni. Markaðsleyfishafar og umboðsmenn
eru hvattir til að senda Lyfjastofnun sem fyrst þau GTIN sem enn vantar í
lyfjaverðskrá.
Til apóteka
Ef í ljós kemur í apótekum að villur eru í
skránni, sem og ef GTIN vantar í skrána og um er að ræða vörunúmer sem á að
vera með GTIN skal vekja athygli viðkomandi umboðsmanns eða markaðsleyfishafa á
því. Ekki skal senda slíkar upplýsingar til Lyfjastofnunar.
Til markaðsleyfishafa og umboðsmanna
Markaðsleyfishafar og umboðsmenn skulu tilkynna Lyfjastofnun og lyfjagreiðslunefnd um leiðrétt GTIN og GTIN sem vantar
í lyfjaverðskrána á sama eyðublaði og notað er vegna birtingar upplýsinga í lyfjaskrám. Senda á upplýsingarnar á netföngin [email protected] og [email protected]. Leiðréttar og nýjar
upplýsingar verða birtar í lyfjaverðskrá við fyrsta mögulega tækifæri.