Heilsuvera veitir marghliða upplýsingar um heilsufar

Á vefnum Heilsuveru er hægt að nálgast persónulegar
upplýsingar um ýmsa þætti heilsufarssögu, m.a. um lyfjanotkun og
bólusetningar.

Fyrsta áfanga Heilsuveru,
Mínum síðum, var hleypt af stokkunum í október árið 2014, og þeim næsta,
þekkingarvefnum, í nóvember 2016. Síðan hefur verið aukið við vefinn jafnt og þétt,
og um þessar mundir er verið að þýða þjónustusíður yfir á ensku og pólsku. Reiknað
með að því verði lokið eftir u.þ.b. mánuð. Vefurinn er ætlaður almenningi en
hann er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis
landlæknis.

Fróðleikur á opnum síðum, persónuleg gögn á læstum
Á opnum síðum vefsins er að finna
margvíslegan fróðleik sem tengist ýmsum áhrifaþáttum heilsu, svo sem næringu,
svefni og hvíld, áfengis- og tóbaksnotkun, bólusetningum og lyfjum; m.a. vísað
í ítarlegri upplýsingar um það síðasta á vef Lyfjastofnunar www.serlyfjaskra.is.

Inni á Mínum síðum er
öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar og sjá heimsóknir til heilbrigðisstofnana. Enn fremur
fá yfirlit yfir lyf sem ávísað hefur verið á þann sem opnar gáttina, og yfirlit
yfir bólusetningar; allt skráð eftir dagsetningu. Einnig er hægt að endurnýja
lyfseðla. Til að nálgast þessar persónulegu heilsufarsupplýsingar þarf að fara
í gegnum Mínar
síður
og opna aðganginn með rafrænum skilríkjum, annað hvort símaskilríki
eða á korti.  

Síðast uppfært: 21. ágúst 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat