Heimild heildsala til að selja tiltekin óskráð lyf án undanþágunúmers framlengd

Lyfjastofnun hefur ákveðið að framlengja heimild heildsala til að selja þrjú vörunúmer án þess að fyrir liggi samþykkt undanþágunúmer. Framlengingin gildir til 1. desember 2018. Henni er ætlað að hraða afgreiðslu í apótekum á nánar tilgreindum óskráðum lyfjum þegar nauðsyn ber til. 

Um er að ræða:

  • 007997 – Betapred 0,5 mg lausnartöflur 30 stk.
  • 015381 – Betapred 0,5 mg lausnartöflur 100 stk.
  • 944852 – Glycerol infant endaþarmsstílar 12 stk.

Sem fyrr segir gildir þessi heimild til 1. desember 2018.

Síðast uppfært: 7. nóvember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat