Lyfjastofnun leitar að öflugum liðsauka í starf sérfræðings í greiningum á fjármála- og rekstrarsviði.
Starfið býður upp á þróunarvinnu fyrir talnaglöggan aðila sem kemur til með að vinna að öflugri upplýsingagreiningu og miðlun Lyfjastofnunar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða fjölbreytt verkefni við hagnýtingu gagna og upplýsinga til gagnadrifinnar ákvarðanatöku, s.s. þátttaka í greiningu á megin þjónustuferlum stofnunarinnar, skýrslugerð, kostnaðareftirlit og þátttaka í áætlanagerð.
- Greining gagna sem nýtast við ákvarðanatöku og stefnumótun.
- Kostnaðargreiningar og eftirlit.
- Þátttaka í vinnu við útfærslu á gjaldskrá Lyfjastofnunar.
- Uppsetning mælaborða og skýrslna í Power BI.
- Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsvinnu.
Helstu menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, verkfræði eða gagnavísindum.
- Marktæk starfsreynsla í kostnaðar- og gagnagreiningu ásamt gerð reiknilíkana.
- Færni í framsetningu tölulegra gagna.
- Bókhalds- og uppgjörsreynsla ásamt reynslu af opinberum rekstri er kostur.
- Reynsla af Power BI eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði.
- Lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund og frumkvæði.
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð ásamt faglegum metnaði.
- Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2023.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Lyfjastofnun er eftirsóknarverður vinnustaður sem leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu.
Helstu hlutverk stofnunarinnar eru útgáfa markaðsleyfa og gæðamat, eftirlit með lyfjum og lækningatækjum, vísindaráðgjöf, verð- og greiðsluþátttaka lyfja og upplýsingagjöf.
Hjá Lyfjastofnun starfa 85 starfsmenn af sex þjóðernum.
Gildi Lyfjastofnunar eru: Gæði – Traust – Þjónusta.