Lyf við skordýrabiti í lausasölu

Kláði, roði eða sviði eftir skordýrabit er ofnæmisviðbragð líkamans við efnum sem smádýrin skila frá sér

Skordýrabit hafa verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við bit frá lúsmýi. Við óþægindum sem verða af völdum skordýrabita fást nokkur lyf í lausasölu í apótekum. Lausasölulyf eru lyf sem fást í apóteki án ávísunar læknis.

Sum lausasölulyf er heimilt að selja í almennum verslunum, þeim sem fengið hafa undanþágu frá Lyfjastofnun til sölu tiltekinna lausasölulyfja. Slíka undanþágu er heimilt að veita á stöðum þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Hægt er að leita ráða varðandi óþægindi sem verða af völdum skordýrabita hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. Lyfjafræðingar og lyfjatæknar í apótekum geta sömuleiðis veitt ráðleggingar varðandi lausasölulyf.

Almennar upplýsingar og ráð við skordýrabiti, sem og öðru sumartengdu ofnæmi, má einnig finna í hlaðvarpi Lyfjastofnunar.

Staðdeyfandi

Lídókaín er staðdeyfilyf sem hamlar tímabundið útbreiðslu taugaboða. Það er fáanlegt í lausasölu í apótekum sem smyrsli og hlaup, en önnur lyfjaform lídókaíns eru lyfseðilsskyld.

Barksterar (kortikósteróíðar)

Hýdrókortisón er barksteralyf með væga verkun (barksteri er steri myndaður í nýrnahettuberki, eða skylt lyf) og er notað staðbundið útvortis til þess að draga úr bólgum, kláða og ofnæmiseinkennum. Lyfið er fáanlegt í lausasölu í apótekum.

Antihistamín

Antihistamín koma í veg fyrir verkun histamíns í líkamanum, en histamín er efnið sem kallar fram ofnæmisviðbrögð. Hægt er að kaupa slík lyf í lausasölu sem töflur. Athugið að ekki eru allar pakkningar lausasölupakkningar. Eftirtalin lyf eru fáanleg í lausasölu í apótekum. Sum þeirra má einnig selja í búðum með leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja, t.d. lyf sem innihalda lóratadín, og sum þeirra lyfja sem innihalda cetirizín.

Töflur:

Síðast uppfært: 7. júlí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat