Sala lausasölulyfja í almennum verslunum

Sala tiltekinna lausasölulyfja er heimiluð utan apóteka að fenginni sérstakri undanþágu Lyfjastofnunar

Samkvæmt þriðju málsgrein 33. gr. nýrra lyfjalaga er Lyfjastofnun heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun. Slíkar undanþágur má aðeins veita þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Lyfjastofnun hefur skilgreint að til að heimilt sé að selja tiltekin lausasölulyf í almennri verslun, þurfi að vera a.m.k. 20 kílómetrar í næsta apótek eða lyfjaútibú. Þá hefur almenn verslun verið skilgreind á þann hátt að um alla aðra verslun en verslun á grundvelli lyfsöluleyfis sé að ræða.

Almennar verslanir með gilda undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja

Verslun Gildistími undanþágu Heimilisfang Póstnúmer Staður
Hríseyjarbúðin 24. 3. 2024 Norðurvegi 7-11 630 Hrísey
Búðin Borgarfirði 29. 4. 2024 Gamla Pósthúsinu 720 Borgarfirði eystri
Kjörbúðin á Fáskrúðsfirði 29. 4. 2024 Skólavegi 56 750 Fáskrúðsfirði
Krambúðin á Flúðum 29. 4. 2024 Grund 845 Flúðum
Krambúðin á Laugarvatni 29. 4. 2024 Dalbraut 8 840 Laugarvatni

Listinn hér að ofan yfir almennar verslanir sem hafa heimild til sölu tiltekinna lausasölulyfja skv. fyrrnefndri undanþágu er tæmandi.

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?