Lyfjafræðinemar á fyrsta ári í heimsókn

Fyrsta árs nemar í
lyfjafræði við Háskóla Íslands komu í heimsókn til Lyfjastofnunar í gærmorgun.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri, bauð nemana velkomna og sagði þeim frá
starfsemi stofnunarinnar. Einnig var boðið upp á fræðslu um sérlyfjaskrá, og
fjallað um lyfjaskort og þau úrræði sem Lyfjastofnun getur gripið til undir
slíkum kringumstæðum. 

DSC02184Hópurinn stillti sér upp til myndatöku ásamt kennaranum, Önnu Bryndísi Blöndal.

Síðast uppfært: 6. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat