Fyrsta árs nemar í
lyfjafræði við Háskóla Íslands komu í heimsókn til Lyfjastofnunar í gærmorgun.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri, bauð nemana velkomna og sagði þeim frá
starfsemi stofnunarinnar. Einnig var boðið upp á fræðslu um sérlyfjaskrá, og
fjallað um lyfjaskort og þau úrræði sem Lyfjastofnun getur gripið til undir
slíkum kringumstæðum.
Hópurinn stillti sér upp til myndatöku ásamt kennaranum, Önnu Bryndísi Blöndal.