Frá því að Lyfjastofnun Evrópu birti bráðabirgðaráðleggingar sínar á lyfinu Lagevrio til stuðnings heilbrigðisyfirvöldum innan EES, þá hafa stofnuninni borist ítarlegri gögn frá fyrirtækinu til stuðnings umsóknar um markaðsleyfi.
Upphaflegu gögnin sem lágu til grundvallar fyrra mati Lyfjastofnunar Evrópu sýndu að lyfið minnkaði líkur á sjúkrahúsinnlögn eða andláti hjá sjúklingum með COVID-19 og voru í auknum áhættuhópi. 14,1% sjúklinga í lyfleysuhópnum þurftu annað hvort að leggjast inn eða létust samanborið við 7,3 % hjá hópnum sem fékk Lagevrio. Rannsóknin náði til 762 sjúklinga sem ekki höfðu verið bólusettir.
Nýjustu tölur rannsóknarinnar sem nú ná til samtals 1408 sjúklinga sýndu fram á að Lagevrio minnkaði líkur á sjúkrahúsinnlögn eða andláti hjá sjúklingum sem voru í aukinni áhættu á alvarlegum sjúkdómi. Alls þurftu 9,7% sjúklinga í lyfleysuhópi á sjúkrahúsinnlögn að halda eða létust samanborið við 6,8% sjúklinga sem fengu lyfið. Lyfjastofnun Evrópu mun halda áfram að meta þessi gögn í mati á umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi.
Ráðleggingar Lyfjastofnunar Evrópu vegna niðurstöðu bráðabirgðamatsins standa því óbreyttar. Lyfjastofnun Evrópu mun miðla upplýsingum um niðurstöðu umsóknar fyrirtækisins um markaðsleyfi þegar niðurstaða liggur fyrir.
Hvernig virkar lyfið?
Lagevrio er veirulyf í töfluformi sem dregur dregur úr getu SARS-CoV-2 (veiran sem veldur COVID-19) til að fjölga sér í líkamanum. Það veldur auknum fjölda stökkbreytinga í afritun erfðaefnis veirunnar (RNA) og minnkar getu veirunnar á að fjölga sér.