Lyfjastofnun hefur nú hafið birtingu á öryggis og fræðsluefni lyfja á vefnum www.serlyfjaskra. Markmiðið með því að hafa efnið aðgengilegt þar er til að auka þægindi og öryggi fyrir notendur fræðsluefnisins sem og draga úr notkun á pappír út frá umhverfissjónarmiði.
Markaðsleyfishafar og umboðsmenn geta sent Lyfjastofnun öryggis- og fræðsluefni sem er samþykkt af Lyfjastofnun og hefur áður verið dreift á pappírsformi og er í gildi og mun stofnunin birta efnið. Senda þarf alla efnisþætti fræðsluefnisins sem hafa verið gefnir út og eru í gildi. Hafa þarf í huga að í sumum tilvikum þarf að gera breytingar á skjölum svo þau henti til birtingar áður en þau eru send Lyfjastofnun.
Lyfjastofnun mun einnig hefja birtingu á nýju fræðsluefni sem hefur verið samþykkt af stofnuninni. Meginreglan er þá sú að allir efnisþættir verði birtir á www.serlyfjaskra.is. Eftir sem áður þarf að senda heilbrigðisstarfmönnum fylgibréf og sjúklingaefni á prenti sem ætlast er til að sjúklingum sé afhent.
Þetta nýja fyrirkomulag verður kynnt heilbrigðisstarfsmönnum.
Nánari leiðbeiningar um birtingu öryggis- og fræðsluefnis á www.serlyfjaskra.is