Lyfjastofnun heimilar frá 1. janúar nk. afhendingu lyfja í ATC flokkum B05D og V03AN beint til almennings frá lyfjaheildsöluleyfishafa eða heilbrigðisstofnun.
Byggir ákvörðunin á 4. mgr. 33. gr. lyfjalaga 100/2020 þar sem Lyfjastofnun er heimilað að veita slíka undanþágu frá ákvæði 1. mgr.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum má senda fyrirspurnir á [email protected].