Norræn ráðstefna um gæðamál og eftirlit haldin í nóvember

Þann 14. nóvember
næstkomandi verður haldin norræn ráðstefna um lyfjamál í Kaupmannahöfn, Nordic QA forum 2019. Þetta er í sjöunda skipti
sem ráðstefnan er haldin og sem fyrr verður fjallað um gæðamál og eftirlit.
Þátttakendur eru annars vegar fulltrúar lyfjayfirvalda frá hverju
Norðurlandanna, og hins vegar fulltrúar lyfjafyrirtækja. Ráðstefnan er sú
stærsta sinnar tegundar Norðurlöndum.

Sjö erindi verða flutt á
ráðstefnunni og meðal þeirra má nefna framlag fulltrúa dönsku
lyfjastofnunarinnar þar sem yfirskriftin er í gamansömum tón: „Hvernig skal
lifa af úttekt frá lyfjayfirvöldum – hagnýtar leiðbeiningar“. Þá munu fulltrúar
lyfjafyrirtækja ræða stöðuna í lyfjafölsunarmálum, níu mánuðum eftir að
lyfjaauðkenniskerfinu var komið á.

Fulltrúi Lyfjastofnunar
verður Jón Pétur Guðmundsson sérfræðingur á eftirlitssviði. Í erindi sínu ræðir
hann hvar skórinn kreppir helst í því sem snýr að reglum um góða starfshætti
við lyfjadreifingu (Good Distribution Practice - GDP), og lyfjagerð (Good
Manufacturing Practice - GMP).

Dagskrá ráðstefnunnar
Nordic QA forum 2019

Síðast uppfært: 6. maí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat