Notkun Íslendinga á svefnlyfjum og slævandi lyfjum

Í kjölfar umfjöllunar Vísis.is í dag um fjölgun ávísana sterkra ávanabindandi lyfja vill Lyfjastofnun taka eftirfarandi fram:

Notkun Íslendinga á svefnlyfjum helst óbreytt og er mun meiri en á Norðurlöndum.

Á árinu 2016 notuðu Íslendingar 68,4 skilgreinda dagsskammta á hverja 1000 íbúa á dag (DTD) af lyfjum í flokki N05C (svefnlyf og slævandi lyf). Það sama ár var notkunin 51,6 DTD í Svíþjóð, 44,8 í Noregi en 19,7 í Danmörku.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa markvisst unnið að því á undanförnum árum að draga úr neyslu þessara lyfja með góðum árangri.

Danska heilbrigðisstofnunin (Sundhedsstyrelsen) og danskir sérfræðingar eru sammála um að auknar upplýsingar til almennings og lækna um svefnlyfjanotkun, breyttar ávísanavenjur lækna, strangari reglur um endurnýjun lyfseðla og strangar reglur um endurnýjun ökuleyfa til þeirra sem nota svefnlyf að staðaldri séu aðalástæður þess að tekist hefur að minnka notkun svefnlyfja.

Sjá grein: Íslendingar og svefnlyfjanotkun.

Síðast uppfært: 6. júlí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat