Ný lyf á markað 1. mars 2017

Atomoxetin Actavis. Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 10 mg, 18 mg, 25 mg, 40 mg, 60 mg, 80 mg eða 100 mg af atomoxetíni. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á ofvirkni með athyglisbresti (ADHD) hjá börnum, 6 ára eða eldri, hjá unglingum og hjá fullorðnum sem hluti af heildarmeðferð. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í barnalækningum, barnageðlækningum og geðlækningum.

Metylfenidat Actavis. Forðatöflur. Hver tafla inniheldur 18 mg, 27 mg, 36 mg eða 54 mg af metýlfenidatklóríði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er er ætlað til notkunar sem þáttur í víðfeðmri meðferð við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum 6 ára og eldri þegar stuðningsúrræði ein og sér nægja ekki. Lyfið er eftirritunarskylt.

Mitomycin Medac. Duft og leysir fyrir þvagblöðrulausn. Hvert hettuglas inniheldur 40 mg af mítómýsini. Lyfið er ætlað til gjafar í þvagblöðru til að fyrirbyggja bakslag hjá fullorðnum sjúklingum með grunnlægt þvagblöðrukrabbamein eftir brottnám um þvagrás. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum .

RescueFlow. Stungulyf/innrennslislyf, lausn. Hver lítri inniheldur 60 g af dextran 70 og 75 g af natríumklóríði. Lyfið er er ætlað til upphafsmeðferðar við blóðþurrð ásamt lágþrýstingi sem er tilkomin vegna áverka. Lyfið er sjúkrahúslyf.

Sedadex. Stungulyf, lausn fyrir hunda og ketti. Hver millilítri inniheldur 0,5 mg af dexmedetomidinklóríði. Lyfið hefur hamlandi, róandi og verkjastillandi verkun á hunda og ketti. Lyfið er lyfseðilsskylt og eingöngu dýralæknar mega gefa það.

Sjá lista

Síðast uppfært: 3. mars 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat