Ný lyf á markað í nóvember

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. nóvember

Ný lyf á markað 1. nóvember 2020

Ný lyf

Adartrel (Lyfjaver), filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,25 mg, 0,5 mg eða 2 mg af rópíníróli sem hýdróklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn einkennum miðlungsmikillar eða alvarlegrar fótaóeirðar. Lyfið er samhliða innflutt lyf frumlyfsins Adartrel. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Mayzent, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur siponimod fúmarsýru sem jafngildir 0,25 mg eða 2 mg af siponimodi. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með seinni síversnun MS-sjúkdóms (e. secondary progressive multiple sclerosis (SPMS)) með virkan sjúkdóm sem sést með köstum eða myndgreiningu á bólguvirkni. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum með sérþekkingu og reynslu í meðferð á MS. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 5. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat