Ný lyf á markað í september

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. september.

Ný lyf á markað 1. september 2021

Alburex, innrennslislyf, lausn í tveimur styrkleikum 50 g/l og 200 g/l.

Alburex 50 g/l: lausn sem inniheldur 50g/l alls af próteini og eru a.m.k. 96% af því albúmín úr mönnum Alburex 50 g/l er vægt undirþrýstið (e. mildly hypooncotic) miðað við venjulegan blóðvökva.

Alburex 200 g/l: lausn sem inniheldur 200 g/l alls af próteini og eru a.m.k. 96% af því albúmín úr mönnum. Alburex 200 g/l er yfirþrýstið (e. hyperoncotic) miðað við venjulegan blóðvökva.

Lyfin eru ætluð til endurheimtingar og viðhalds vökvarúmmáls í blóðrásinni þegar sýnt hefur verið fram á rúmmálsskort og notkun kvoðulausnar (e. colloid) hentar. Val á albúmíni í stað tilbúinnar kvoðulausnar er háð klínísku ástandi einstakra sjúklinga, í samræmi við opinberar leiðbeiningar. Notkun lyfjanna er bundin við sjúkrahús eða sjúkradeildir. Markaðsleyfi lyfjanna eru veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þeirra. Lyfin eru lyfseðilsskyld.

Talzenna, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur talazoparib tosýlat sem jafngildir 0,25 mg eða 1 mg talazoparib. Lyfin eru ætluð til einlyfjameðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með kímlínu BRCA ½ með HER2-neikvætt, staðbundið brjóstakrabbamein sem er langt gengið eða með meinvörpum. Sjúklingar skulu áður hafa fengið meðferð með antracýklíni og/eða taxani sem for- eða viðbótarmeðferð við krabbameini sem er langt gengið og staðbundið eða með meinvörpum, nema slík meðferð hafi ekki hentað þeim (sjá kafla 5.1). Sjúklingar með hormónaviðtaka jákvætt brjóstakrabbamein ættu að hafa fengið meðferð með verkun á innkirtla áður, eða meðferð með verkun á innkirtla talin ekki henta þeim. Ávísun lyfjanna er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfin eru frumlyf og lyfseðilsskyld.

Síðast uppfært: 23. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat