Nýtt frá PRAC – febrúar 2019

Sérfræðinefnd EMA um
eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 11.-14. febrúar
sl. Hafin var vinna við mat á lyfjum sem innihalda fenspiride, en þau eru notuð
til að draga úr hósta sem orsakast af lungnasýkingu. Ástæða þykir til að meta að
nýju áhættu vegna notkunar lyfjanna en dæmi eru um að þau hafi valdið
hjartsláttaróreglu. Engin lyf sem innihalda fenspiride eru á markaði á Íslandi. 

Hætta skal notkun lyfjanna strax meðan áhætta
er metin

PRAC leggur til að notkun lyfjanna skuli hætt þegar í stað meðan lagt er mat á
áhættu af notkun þeirra en tilraunir á dýrum þykja benda til að þau geti valdið
alvarlegri hjartsláttaróreglu í fólki. Þetta er gert í varúðarskyni meðan
athuganir fara fram. Að þeim lokum mun PRAC koma með tillögu um hvernig
markaðsleyfishafar lyfjanna í Evrópu skuli bregðast við. 

Ekki á markaði á Íslandi en seld í Póllandi

Fenspiride-lyf eru ekki á markaði
á Íslandi, en þau hafa verið seld í Búlgaríu, Frakklandi, Lettlandi, Litháen,
Portúgal, Rúmeníu og Póllandi. Ástæða er til að vekja athygli á Fenspiride-lyfjum sem seld eru í Póllandi þar sem pólska samfélagið á Íslandi er stórt, og fram hefur
komið að Pólverjar á Íslandi fara í talsverðum mæli til
gamla heimalandsins til að kaupa lyf
og sækja læknisþjónustu. Nánari upplýsingar, á pólsku, má nálgast hjá pólskum lyfjayfirvöldum.

Fenspiride-lyfin sem seld
eru í Póllandi heita Elofen, Eurefin, Fenspogal, Fosidal, og Pulneo. Lyfin eru ýmist á töfluformi eða sem hóstasaft. Þau hafa verið gefin börnum allt frá tveggja ára aldri, og fullorðnu fólki.

Dagskrá
PRAC fundar 11.-14. febrúar sl.

Frétt
EMA um PRAC fund í febrúar

Nánari
upplýsingar frá EMA um fenspiride-rannsóknina

Síðast uppfært: 19. febrúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat