Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 3.-6. september. Á fundunum var áfram rætt um öryggi vegna lyfja sem áður hafa verið til umfjöllunar hjá nefndinni. Þá var kosinn nýr varaformaður PRAC, Dr. Martin Huber frá Þýskalandi.