Textar miðlægt skráðra lyfja í sérlyfjaskrá gerðir aðgengilegri fyrir notendur

Textar miðlægt skráðra lyfja hafa nú verið gerðir aðgengilegri í sérlyfjaskrá með þeim hætti að ekki þarf lengur að fara inn á vef Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og leita sérstaklega að íslenska textanum.

Með því að smella á "Heildartexti EU" eftir að leitað hefur verið að heiti lyfs opnast heildartexti sem á við viðkomandi lyf. Um er að ræða samantekt á eiginleikum lyfs, áletranir og fylgiseðil sem birtast í einu og sama skjalinu. 
Síðast uppfært: 6. mars 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat