Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágulyfjaverðskrá verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.
Listinn hér að neðan sýnir þau 25 lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísuðu oftast í júní 2021 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í undanþágulyfjaverðskrá.
Lyfjaheiti | Lyfjaform | Virkt innihaldsefni | Norrænt vnr. | Fj. áv. |
Doloproct | Endaþarmsstílar | lídókaín / flúókortólón | 980286 | 375 |
Xyloproct | Endaþarmsstílar | lídókaín / hýdrókortisón | 980369 | 229 |
Doloproct | Endaþarmskrem | lídókaín / flúókortólón | 982331 | 223 |
Xyloproct | Endaþarmskrem | lídókaín / hýdrókortisón | 980377 | 176 |
Senokot | Töflur | senna | 980533, 980541 | 141 |
Quinine sulfate | Töflur | kínín | 975592 | 116 |
Sem mixtúra | Mixtúra | kódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt | 962234, 962242 | 123 |
Bromam (6 mg) | Töflur | brómazepam | 984626 | 88 |
Miralax | Lausnarduft | pólýetýlen glýkol | 958829 | 82 |
Bromam (3 mg) | Töflur | brómazepam | 407668 | 79 |
Trimipramin neuraxpharm | Töflur | trímipramín | 979693 | 79 |
Levo-mepromazine orion (5 mg) | Töflur | levómeprómazín | 980955 | 77 |
Morfin "DAK" | Töflur | morfín | 969181, 969777 | 100 |
Betapred | Lausnartöflur | betametasón | 007997 | 64 |
Rohypnol | Filmuhúðaðar töflur | flúnítrazepam | 980591 | 61 |
Glycerol infant | Endaþarmsstílar | glýceról | 944852 | 58 |
Alimemazine orifarm | Dropar | alímemazín | 982787 | 58 |
Levo-mepromazine orion (25 mg) | Töflur | levómeprómazín | 981995 | 57 |
Mogadon | Töflur | nítrazepam | 981169 | 52 |
Nozinan | Töflur | levómeprómazín | 979867 | 48 |
Condyline | Húðlausn | pódófýllótoxín | 975831 | 42 |
Anafranil | Töflur | klómipramín | 971946 | 41 |
Periactin | Töflur | cýpróheptadín | 964115 | 32 |
Emgesan | Töflur | magnesíum hýdróxíð | 975435 | 30 |
Rinexin | Forðatöflur | fenýlprópanólamín | 982795 | 30 |