Undanþágulyf sem oftast var ávísað í mars 2023

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í mars árið 2023 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fj. áv.
DoloproctEndaþarmsstílarlídókaín / flúókortólón980286581
DoloproctEndaþarmskremlídókaín / flúókortólón982331505
UtrogestHylkiprógesterón987498345
XyloproctEndaþarmsstílarlídókaín / hýdrókortisón980369153
SenokotTöflursenna980533, 980541151
XyloproctEndaþarmskremlídókaín / hýdrókortisón980377139
UtrogestanHylkiPrógesterón989832122
Sem mixtúraMixtúrakódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt962234111
Quinine sulfateTöflurkínín975592108
Glycerol infantEndaþarmsstílarglýceról94485289
MiralaxLausnarduftpólýetýlen glýkol95882980
Levomepromazine orionTöflurlevómeprómazín98095578
BromamTöflurbrómazepam98462676
DigoxinTöflurDigoxín99036873
LextotanilTöflurbrómazepam99261168
Morfin "Dak"Töflurmorfín96918166
PeriactinTöflurcýpróheptadín96411561
HalcionTöflurtríazólam98834758
RohypnolFilmhúðaðar töflurFlúnítrazepam98059158
Trimipramin neuraxpharmTöflurtrímipramín97969352
RinexinForðatöflurfenýlprópanólamín98279552
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat