Uppfærður listi – lyf með íslenskt markaðsleyfi sem ekki eru markaðssett

Listi yfir lyf með íslenskt markaðsleyfi sem ekki eru markaðssett er uppfærður reglulega. Í þetta sinn falla fjögur lyf af listanum, fimm bætast við. Listinn er ekki tæmandi og verður uppfærður eftir þörfum.

Árið 2017 voru 43 lyfjanna á listanum notuð. Markaðsleyfishafar og umboðsmenn eru hvattir til að gera gangskör að því að markaðssetja lyfin og komast þannig hjá notkun í undanþágukerfinu. Því fylgir fyrirhöfn, auk þess sem með markaðssetningu liggur öryggis- og fræðsluefni fyrir þegar það á við.

Komi til markaðssetningar/samhliða innflutnings lyfs hérlendis verður það fellt af listanum þegar upplýsingar hafa verið birtar í lyfjaskrám og lyfið er fáanlegt.

Síðast uppfært: 2. október 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat