Vivelle Dot 25 mcg og 50 mcg forðaplástur

Skráða lyfið Vivelle Dot er ófáanlegt í 25 mcg, 50 mcg og 75 mcg styrkleika.

29. apríl 2024

Skráða lyfið Vivelle Dot forðaplástur er ófáanlegt í 25 mcg, 50 mcg og 75 mcg styrkleikum. Lyfið er væntanlegt aftur í september 2024. Undanþágulyf hefur verið útvegað í styrkleikunum 25 mcg/sólh. og 50 mcg/24 sólh.

Vegna skorts á skráða lyfinu heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Vivelle Dot 25 mcg/sólh forðaplástur 8 stk. í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 995863 Estramon 25 mcg/sólh forðaplástur 6 stk.

Lyfjastofnun heimilar einnig lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Vivelle Dot 50 mcg/sólh forðaplástur 8 stk. í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 995871 Estramon 50 mcg/sólh forðaplástur 6 stk.

Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Vivelle Dot 25 mcg/sólh og 50 mcg/sólh yfir í undanþágulyfið Estramon í sama styrkleika gildir til 4. júní 2024.

Undanþágulyfið er í þýskum pakkningum og markaðsleyfishafinn er Hexal AG. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.

Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Síðast uppfært: 29. apríl 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat