06. Hvernig sjást rafrænir undanþágulyfseðlar í apótekum?

Þegar læknir sækir um leyfi til að nota undanþágulyf fer umsóknin, þ..e. undanþágulyfseðillinn fyrst til Lyfjastofnunar. Rafrænir undanþágulyfseðlar sjást ekki í apótekum – lyfseðlagáttinni - fyrr en þeir eru samþykktir. Ef rafrænn undanþágulyfseðill er í lyfseðlagáttinni þýðir það að Lyfjastofnun hefur samþykkt hann.

Lyf sem eru í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá eru merkt sem slík en það fer eftir innkeyrslu upplýsinga úr undanþágulyfjaverðskrá hvernig þau sjást í apótekskerfum. Lyfjastofnun mælist til þess að undanþágulyf séu auðkennd sérstaklega í afgreiðslukerfum apóteka til þess að lyfjafræðingar í apótekum geti auðveldlega aðgreint þau frá markaðssettum lyfjum. Apótek geta nú átt birgðir af undanþágulyfjum eftir því sem henta þykir og tók sú breyting gildi 25. október 2018. Sérstök athygli er þó vakin á því að áfram verður óheimilt að afgreiða undanþágulyf úr apóteki án þess að fyrir liggi samþykkt undanþága. Sömuleiðis gildir áfram að þeir sem kaupa lyf af heildsölu til nota í starfi geta eingöngu gert það gegn samþykktri undanþágu.

(8.8.2019)

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat