Reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir (nr. 426/1997) kveður á um afgreiðslu lausasölulyfja í lyfjabúð. Þar er m.a. kveðið á um að lyfjafræðingar, lyfjatæknar eða þjálfað starfsfólk lyfjabúða, skulu sjá um afgreiðslu lausasölulyfja og ráðleggja um val og rétta notkun þeirra. Í 2. mgr. segir einfaldlega að óheimilt sé að hafa lyf í sjálfvali. Með sjálfvali er þá átt við að vara sé ekki bak við afgreiðsluborð þannig að viðskiptavinur geti valið hana sjálfur úr hillu verslunar.
12. Af hverju er lausasölulyf alltaf bak við afgreiðsluborðið í apótekinu en aldrei í sjálfvali?
Síðast uppfært: 21. október 2020