04. Lyfið sem ég þarf er ekki til í apótekum hér en það er til annars staðar á Norðurlöndunum. Hver er ástæðan fyrir því?

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi þegar lyfjafyrirtæki sækir um það. Þegar lyf eru markaðssett hér eru skráðar ákveðnar pakkningar af lyfinu sem hafa sérstök vörunúmer. Skráningum lyfjapakkninga fylgja ákveðin skilyrði svo sem að á pakkningunum séu íslenskar áletranir og fylgiseðill á íslensku fylgi pakkningunni. Einnig er ítarlegur texti um lyfið (sérlyfjatexti) fyrir heilbrigðisstarfsfólk aðgengilegur á Sérlyfjaskrá. Að auki geta verið fleiri skilyrði sem þarf að uppfylla.

Þær lyfjapakkningar sem eru skráðar hér geta verið ófáanlegar tímabundið af ýmsum ástæðum. Þó að sama lyfið sé til í apótekum í öðrum löndum er það ekki þar með sagt að það sé sama pakkning og vörunúmer sem er skráð hér á landi.

(05.06.2018)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat