03. Yfirlit yfir skyldur framleiðanda, innflytjanda og dreifingaraðila

Helstu skyldur framleiðanda (10.gr), innflytjanda (13.gr), dreifingaraðila (14.gr). Listinn er ekki tæmandi og því er nauðsynlegt er að lesa viðeigandi greinar reglugerðarinnar. Sé ósamræmi milli upptalningar og reglugerða gildir reglugerðin.

FramleiðandiInnflytjandiDreifingaraðili
Hafa starfsmann ábyrgan fyrir því að lögum um lækningatæki sé fylgt (innan eða utan fyrirtækis)  
Ber ábyrgð á að tæki beri CE merkingu
Ber ábyrgð á réttri flokkun lækningatækis  
Skal uppfæra CE merkingu skv. nýrri reglugerð  
Gera samræmismat við CE merkingu skv. 52.gr  
Ber ábyrgð á að samræmisyfirlýsing sé í gildi
Skulu hafa gæðastjórnunarkerfi  
Heldur tæknigögnum uppfærðum  
Skal eingöngu nota tilkynntan aðila vottaðan í nýrri reglugerð  
Skal framkvæma klínískt mat á hlutfalli áhættu og ávinnlings fyrir markaðssetningu  
Skal gera skýrslu um eftirlit eftir markaðssetningu og reglulega uppfærðar öryggisskýrslur gr. 85 og 86  
Upplýsingar um örugga notkun fylgi tæki
Ganga úr skugga að innflutt tæki uppfylli kröfur 
Viðhalda rekjanleikastigi
Halda skrá með einkvæmum tækjaauðkennum, yfir öll ígræðanleg tæki í III flokki.
Staðfesta að nafn innflytjanda tækis sé skráð  
Ber tæki UDI merkingu skv. 27.gr
Tekur á sig skildur framleiðanda þegar við á skv. 16.gr 
Skal tilkynna LST um frávik, galla eða óvirkni sem kynni að valda eða valdið hafa heilsutjóni eða dauða sjúklings eða notenda
Tilkynna framleiðanda um atvik,  kvartanir, biluð tæki, afturkallanir, fölsuð tæki og tæki sem valdið geta heilsutjóni
Halda skrá yfir atvik, kvartanir, biluð tæki, afturkallanir, fölsuð tæki og tæki sem valdið geta heilsutjóni  
Eftir að EUDAMED tekur gildi skal   
Skrá og viðhalda UDI upplýsingum  
Skrá atvik  
Staðfesta að tæki sé skráð í grunninn með UDI 
Síðast uppfært: 6. september 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat