Afnám Z-merkinga á varanlega S-merktum lyfjum frá og með 1. maí 2018

Lyfjastofnun hefur afnumið Z-merkingar þeirra S-merktu lyfja sem að óbreyttu verða áfram S-merkt sbr. frétt á vef Lyfjastofnunar 12. apríl sl. Frá og með 1. maí verður Z-merkingu varanlega S-merktra lyfja hætt.

Upplýsingar um þau lyf sem um ræðir verða uppfærðar í sérlyfjaskrá á næstu dögum og í lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. maí. og birtist á vef lyfjagreiðslunefndar. Þessar breytingar hafa engin áhrif á greiðsluþátttöku.

Af-Z merking lyfja 1. maí 2018 (listi)

Síðast uppfært: 30. apríl 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat