Birting upplýsinga í lyfjaskrám – uppfært eyðublað

Eyðublað sem nota á til að óska eftir
birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá, hefur verið uppfært. Bætt
hefur verið við dálki fyrir GTIN- öryggiskóða (Global Trade Item Number). Þetta
er vegna lyfjaauðkenniskerfisins,
en nýjar reglur um merkingu lyfja ganga í gildi 9. febrúar 2019. Þá hefur verið
bætt við reit sem ætlaður er til skýringar á því þegar norrænt vörunúmer
breytist. Í neðanmálsgrein hefur enn fremur verið bætt inn ábendingu um að
senda skuli eyðublaðið á Word formi. Tilgangurinn er sá að hægt verði með
einföldum hætti að afrita úr eyðublaðinu. - Ensk útgáfa eyðublaðsins hefur
einnig verið uppfærð.

Umsókn um birtingu upplýsinga í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá

Síðast uppfært: 5. desember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat