Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Adenuric (Febúxóstat). Lyfið er ekki markaðssett á Íslandi en er notað í undanþágukerfinu

Markaðsleyfishafi lyfsins Menarini International Operations
Luxembourg S.A. hefur í samráði við Lyfjastofnun sent bréf til
heilbrigðisstarfsmanna til þess að koma á framfæri nýjum öryggisupplýsingum um
lyfið. Lyfið er ekki á markaði á Íslandi en er engu að síður notað hér á landi í undanþágukerfinu.

Í CARES rannsókninni á sjúklingum með þvagsýrugigt og sögu
um alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma kom fram marktækt meiri áhætta á dauða af
hvaða orsök sem er og dauða í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóm hjá sjúklingum
sem voru meðhöndlaðir með febúxóstati samanborið við sjúklinga sem voru
meðhöndlaðir með allópúrínóli.

Forðast skal meðferð með febúxóstati hjá sjúklingum sem eru
þegar með alvarlegan hjarta- og æðasjúkdóm (t.d. hjartadrep, heilaslag eða
hvikula hjartaöng) nema engir aðrir meðferðarkostir eigi við.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má
finna ítarlegar upplýsingar um Adenuric
á vefsíðu Lyfjastofnunar Evrópu
.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 2. júlí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat