Markaðsleyfishafi lyfsins GlaxoSmithKline (Írland) Limited,
hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna sem fjalla um aukna hættu á alvarlegum
geðrænum aukaverkunum.
Þessar aukaverkanir eru meðal annars þunglyndi,
sjálfsvígshugsanir eða -hegðun,
þ.m.t. sjálfsvíg eða sjálfskaði og hafa sést hjá sjúklingum með rauða úlfa sem
fengið hafa belimumab ásamt hefðbundinni meðferð í klínískum rannsóknum.
Benlysta, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn er á markaði
hérlendis í tveimur styrkleikum, 120 mg og 400 mg.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má
finna ítarlegar upplýsingar um Benlysta
í sérlyfjaskrá.