Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Innrennslislyf til næringar í æð

Markaðsleyfishafar innrennslislyfja til næringar í æð, sem innihalda amínósýrur og/eða lípíð, og ætluð eru til notkunar handa nýburum og börnum yngri en 2 ára, hafa í samráði Lyfjastofnun og Lyfjastofnun Evrópu sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna. Það er gert til þess að koma á framfæri nýjum öryggisupplýsingum um lyfin.

Ef innrennslislyf til næringar í æð, sem innihalda amínósýrur og/eða lípíð, eru notuð eftir að hafa verið óvarin fyrir ljósi, einkum eftir að snefilefnum og/eða vítamínum hefur verið bætt í, getur það valdið alvarlegum aukaverkunum hjá fyrirburum. Þetta stafar af því að ljós veldur myndun peroxíða og annarra niðurbrotsefna í slíkum lausnum.

Talin er mikil áhætta á álagi hjá fyrirburum af völdum oxunar, vegna fjölda áhættuþátta á borð við súrefnismeðferð, ljósmeðferð, veiklað ónæmiskerfi og bólgusvörun sem skerða varnir gegn oxandi efnum.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfin Intralipid, Kabiven, Kabiven Perifer, SmofKabiven, SmofKabiven Elektrofri, SmofKabiven Perifer og Vaminolac í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 4. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat