Lyfjastofnun Evrópu, EMA hefur gert viðvart um að NDMA (N-nitrosodimethylamine), mengunarvaldur sem hugsanlega getur valdið krabbameini, hafi fundist í litlu magni í valsartan sem framleitt er af Zhejiang Tianyu Pharmaceuticals.
Engin valsartan lyf frá framleiðandanum Zhejiang Tianyu Pharmaceuticals eru með markaðsleyfi á Íslandi.
5. júlí sl. upplýsti Lyfjastofnun um NDMA mengun í virka efninu valsartan sem framleitt er af Zhejiang Huahai Pharmaceuticals. Í varúðarskyni ákvað Lyfjastofnun, líkt og systurstofnanir í Evrópu undir yfirumsjón Lyfjastofnunar Evrópu, að innkalla þau lyf sem mengunin kann að hafa haft áhrif á (pdf).