Greiðslur til apóteka þegar boðinn er ódýrari valkostur

Frá og með næstu áramótum munu apótek fá greitt fyrir að bjóða ódýrari lyf ef þau eru í boði, samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem er unnið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands

Samheitalyfjum og frumlyfjum er raðað í svokallaða viðmiðunarverðflokka og er lyfjafræðingum heimilt að bjóða sjúklingum ódýrari valkost ef lyf er í slíkum flokki.

Frá og með 1. janúar 2023 munu apótek fá greitt sérstaklega fyrir þá þjónustu að bjóða sjúklingum ódýrustu lyf í viðmiðunarverðflokkum, eins og fram kom í frétt á vef Lyfjastofnunar í lok október. Skilyrði fyrir slíkri greiðslu er að valið sé ódýrasta lyfið, eða lyf á verði sem er ekki meira en 5% hærra en ódýrasta lyfið.

Lyfjastofnun hefur unnið framkvæmdalýsingu í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), sem munu sjá um greiðslu fyrir þessa þjónustu. Hagsmunaaðilar hafa verið upplýstir um fyrirkomulagið og nánar má lesa um það í fyrri frétt um málið.

Síðast uppfært: 19. desember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat