Greiðslur til apóteka vegna afgreiðslu ódýrustu lyfja í viðmiðunarverðflokkum

Fyrirkomulagið er unnið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands

Samheitalyfjum og frumlyfjum er raðað í svokallaða viðmiðunarverðflokka og er lyfjafræðingum heimilt að bjóða sjúklingum ódýrari valkost ef lyf er í slíkum flokki.

Frá og með 1. janúar 2023 munu apótek fá greitt sérstaklega fyrir þá þjónustu að bjóða sjúklingum ódýrari valkost. Skilyrði fyrir slíkri greiðslu er að valið sé ódýrasta lyfið eða lyf á verði sem er allt að 5% hærra en ódýrasta lyfið. Framkvæmd greiðslnanna er á vegum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Lyfjastofnun hefur útbúið framkvæmdalýsingu í samvinnu við SÍ og upplýst hagsmunaaðila um fyrirkomulagið.

Þessi aðgerð er hugsuð sem hvati fyrir apótek að bjóða ódýrari lyf þegar völ er á. Með þessu er markmiðið að ná fram sparnaði fyrir sjúklinga sem og fyrir heildarútgjöld greiðsluþátttöku þegar til lengri tíma er litið. Ef vel gengur myndast hvati fyrir lyfjafyrirtæki að koma með ódýrari lyf á markað, halda þeim á markaði og keppa á grundvelli verðs.

Þessar aðgerðir eru annar liður í breytingum sem kynntar voru 20. maí á þessu ári.

Síðast uppfært: 26. október 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat