Meginregla lyfjalaga um lyfjaauglýsingar er sett fram í 54. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020, og er hún sú að lyfjaauglýsingar eru heimilar hér á landi með þeim takmörkunum sem um getur í XIII kafla laganna. Þar að auki er í gildi reglugerð um lyfjaauglýsingar nr. 790/2021.
Lyfjastofnun hefur gefið út leiðarvísi um lyfjaauglýsingar.
Stjórnvaldsákvarðanir
Til að auka gagnsæi í starfsemi stofnunarinnar hefur Lyfjastofnun frá og með 1. janúar 2020 hafið birtingu stjórnvaldsákvarðana á vef sínum í tengslum við lyfjaauglýsingamál, s.s. bann við lyfjaauglýsingum eða áminningar sem stofnunin veitir.
Vakin er athygli á að birtingin mun bara taka til ákvarðana sem teknar eru frá og með fyrsta birtingardegi.
| Umfjöllunarefni | Dagsetning | Skjal |
| Broksil auglýsing í bæklingi | Júní 2023 | Bréf |
| Túfen auglýsing | Júní 2023 | Bréf |
| Parapró - auglýsing í vefmiðli | Desember 2022 | Bréf |
| Voltaren hlaup - auglýsing í sjónvarpi | Júní 2022 | Bréf |
| Dolorin Junior auglýsing í tímariti | Mars 2022 | Bréf |
| Paradorm auglýsing á samskiptamiðli | Ágúst 2021 | Bréf |
| Zensitin auglýsing í hlaðvarpi | Mars 2021 | Bréf |
| Ivermectin auglýsingar á Facebook | Janúar 2021 | Bréf |
| Botox auglýsingar á Facebook | Mars 2020 | Bréf |
| Dolorin auglýsingaborði á vef | Mars 2020 | Bréf |
| Ibuprofen Bril auglýsing á knattspyrnuvelli | Mars 2020 | Bréf |