Alþjóðlegt átak um tilkynningar aukaverkana

Í dag hófst alþjóðlega átakið #MedsafetyWeek en tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir af völdum lyfja. Tíu ár eru frá upphafi þessa mikilvæga átaks. Yfirskriftin að þessu sinni er:  Við getum öll tilkynnt og hjálpað til við að tryggja öryggi lyfja

Hvers vegna þurfum við #MedSafetyWeek?

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, er lyfjaskaði fjórtánda algengasta orsök kvilla og andlátstilfella, en yfir 40 milljónir aukaverkana koma árlega fram hjá sjúklingum meðan á sjúkrahúsvist stendur. Yfir 90% alvarlegra aukaverkana eru aldrei tilkynnt.

Allar tilkynningar skipta máli

Hver einasta tilkynning skiptir máli, eykur skilning á virkni og öryggi lyfja, og gefur upplýsingar um áhættu og ávinning af notkun lyfja og bóluefna. Með aukinni vitneskju er hægt að grípa til aðgerða þegar og ef þörf er á, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Ef upplýsingar um einkenni berast ekki, er erfiðara að bregðast við eða hugsanlega koma í veg fyrir aukaverkanir.

Nýr gagnagrunnur Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun vinnur nú að uppfærslu á aukaverkanagagnagrunni sínum og nánari upplýsingum um þennan nýjan grunn verður miðlað innan tíðar. Fram að því er hægt að tilkynna til Lyfjastofnunar í gegnum vefeyðublað á sama stað og fyrr.

Einnig getur heilbrigðisstarfsfólk sem hefur aðgang að Sögukerfinu tilkynnt þar um aukaverkanir.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband á [email protected]

Síðast uppfært: 31. október 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat