Janúarfundur PRAC, lyfjaöryggisnefndar EMA 

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 12.-15. janúar sl.

Á janúarfundinum var áfram unnið með áætlun um áhættustjórnun (RMP) fjölmargra lyfja, ýmist þeirra sem ekki höfðu enn fengið markaðsleyfi eða sem uppfærsla á áætlun um áhættustjórnun fyrir markaðssett lyf. Auk þess var venju samkvæmt rætt um öryggisskýrslur (PSURs/ PSUSA), m.a. fyrir sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfin Ozempic, Rybelsus og Wegovy. Þá voru metin öryggisboð (e. signal) sem borist hafa vegna ýmissa lyfja, bæði ný sem fara nú í matsfasa og niðurstöður úr mati á þeim öryggisboðum sem eldri eru.

Nánari upplýsingar um októberfund PRAC má sjá í dagskrá fundarins

Frétt EMA um janúarfund PRAC.

Síðast uppfært: 23. janúar 2026
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat