Lyfjafræðinemar heimsóttu Lyfjastofnun

Síðastliðinn föstudag fengu lyfjafræðinemar á 1. ári kynningu á störfum stofnunarinnar

Hefð hefur skapast fyrir því að lyfjafræðinemar á 1. ári fái kynningu á Lyfjastofnun. Í ár komu þau til okkar og fengu kynningu á daglegum störfum, starfsfólki stofnunarinnar og hlutverki.

Það er dýrmætt að fá tækifæri til að hitta lyfjafræðinga framtíðarinnar og segja frá þeim fjölmörgu snertiflötum sem stofnunin hefur við störfin sem þeir koma til með að sinna. Í heimsókninni fengu þau almenna kynningu á Lyfjastofnun, eftirliti, markaðsleyfaumsóknum, vefnum, nýjungum í sérlyfjaskrá og hvernig það er að starfa hér.

Takk fyrir komuna öll.

Síðast uppfært: 15. október 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat