Lyfjaverðskrá endurútgefin

Viðmiðunarverðflokkur felldur niður

Lyfjaverðskrá ágústmánaðar hefur verið endurútgefin. Verðskráin hefur verið gerð aðgengileg bæði í vefþjónustu og á vefsíðunni en tekur gildi 13. ágúst.


Í áður útgefinni skrá fyrir ágúst var „vnr. 047611 Advagraf (Lyfjaver) 0,5 mg tacrolimus forðahylki 50 stk.“ raðað í viðmiðunarverðflokk með „vnr. 397330 Dailiport 0,5 mg tacrolimus forðahylki 50 stk.“ en lyfjum í þessum lyfjaflokki á ekki að raða saman. Skiptiskrárnúmer lyfjanna eru rétt en mistök urðu við skráningu í viðmiðunarverðflokk. Lyfjastofnun skoðar nú hvort útskipti hafa átt sér stað vegna þessa og mun grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf er á.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Síðast uppfært: 12. ágúst 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat