Ákveðið hefur verið að einfalda verkferla í móttöku Lyfjastofnunar að Vínlandsleið 14.
Frá og með 1. ágúst nk. verður tekið á móti pósti, vörum og eftirritunarskyldum lyfjum á þriðjudögum frá kl. 9 til 15. Móttaka Lyfjastofnunar er að öðru leyti opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9-15. Þau sem koma í móttöku skrá sig inn á skjáborði og kalla þannig eftir viðeigandi þjónustu. Móttakan verður lokuð á föstudögum.
- Mánudaga – fimmtudaga: kl. 9-15 opið í móttöku
- Þriðjudagar kl. 9-15: tekið á móti pósti, vörum og
eftirritunarskyldum lyfjum - Föstudagar: lokað í móttöku
Netspjalli og símtalsbeiðnum verður sinnt eins og verið hefur síðustu mánuði.