Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar

Opnunartími Lyfjastofnunar yfir hátíðarnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð á tímabili lágmarksþjónustu, en símtalsbeiðnum og netspjalli verður þó sinnt þá daga

Opið verður almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, kl. 9:00 - 15:00, fyrir utan aðfangadag og gamlársdag en þá er lokað.

Dagana 22. desember 2025 – 2. janúar 2026 verður lágmarksþjónusta og afgreiðsla stofnunarinnar lokuð. Netspjalli og símtalsbeiðnum verður þó sinnt þessa daga, og áríðandi verkefnum sömuleiðis þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.

Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 5. janúar 2026.

Takmarkanir verða í eftirtöldum málaflokkum á meðan á lokun og lágmarksþjónustu stendur

Inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna verða ekki afgreidd á tímabilinu 22. desember 2025 – 2. janúar 2026.

Ekki verður tekið við umsóknum um CPP vottorð á tímabilinu 22. desember 2025 – 2. janúar 2026.

Ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra rannsókna og virknirannsókna á lækningatækjum og breytinga á rannsóknaráætlun, frá 22. desember 2025 til 2. janúar 2026. Berist umsóknir á þessu tímabili verður móttaka þeirra ekki staðfest fyrr en eftir 5. Janúar 2026.

Síðast uppfært: 14. nóvember 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat