Þjónustukönnun ríkisins – álit ykkar skiptir máli

Hvatning til  almennings, fyrirtækja og stofnana um að taka þátt í könnuninni og láta í ljós álit á þjónustu Lyfjastofnunar. Tengill fylgir í fréttinni

Um nokkurra ára skeið hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið staðið fyrir þjónustukönnun til að kanna viðhorf fyrirtækja og almennings til þjónustu ríkisstofnana. Framan af sáu markaðsrannsóknarfyrirtæki um að halda utan um kannanirnar en Félagvísindastofnun sér um könnun þessa árs. Hver stofnun ber síðan ábyrgð á að koma könnuninni á framfæri.

Þjónustukönnun 2025

Grunnspurningar könnunarinnar eru þessar: spurt er um heildaránægju, viðmót, hraða og áreiðanleika þjónustu. Stofnanir gátu síðan bætt við spurningum eftir þörfum. Hægt er að svara könnuninni á íslensku, ensku, pólsku og íslensku táknmáli. Svör eru ópersónugreinanleg. Almennar spurningar um könnunina má senda á [email protected].

Tengill á könnunina

Könnunin er aðgengileg með tengli neðan við undirskrift í tölvupósti frá starfsfólki Lyfjastofnunar. Einnig er hún aðgengileg á síðu Háskóla Íslands.

Boð um að svara könnun

Lyfjastofnun hvetur ykkur til að taka þátt í könnuninni, annað hvort með því að fara leiðina í gegnum tölvupóstinn, eða tengilinn hér í fréttinni. Við þiggjum allar ábendingar með þökkum, það hjálpar okkur að fá að vita hvað gengur vel og hvað mætti betur fara; Lyfjastofnun mun nýta niðurstöðurnar til að bæta þjónustu sína. Einungis tekur um 2 mínútur að svara könnuninni.

Síðast uppfært: 4. desember 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat