Undanþágulyf sem oftast var ávísað í ágúst 2025

Mikilvægt er að lyf, sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu, verði skráð og/eða markaðssett

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja, með það að markmiði að koma í veg fyrir að lyfjaskortur hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.

Áfram er markmið Lyfjastofnunar, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð og/eða markaðssett. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu og/eða markaðssetningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Hér fyrir neðan eru tveir listar. Sá fyrri sýnir þau undanþágulyf sem voru í notkun í ágúst sl. vegna lyfjaskorts. Sá síðari sýnir öll tuttugu efstu lyfin í undanþágukerfinu, þau sem læknar ávísuðu oftast í ágúst 2025.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Heimildin er veitt að undangengnu mati á öryggi við slíka breytingu. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listunum sem fylgja.

Undanþágulyf sem voru í notkun í ágúst vegna lyfjaskorts

Í listanum eru upplýsingar um heiti undanþágulyfsins, lyfjaform, fjölda ávísana, heiti lyfsins sem undanþágulyfið leysir af hólmi, markaðsleyfishafi þess, umboðsaðili og heildsala.

LyfjaheitiLyfjaformFjöldi
afgr.ávísana
Lyf í skortiMarkaðsl.h.lyfs
í skorti
UmboðsaðiliHeildsala
1MAGNESIA DAKfilmhtfl615Magnesia MedicViatris ApsIcepharmaParlogis
2HIRUDOID SALVEsalvi63Hirudoid kremSTADALYFIS ehfParlogis

Tuttugu undanþágulyf sem oftast var ávísað í ágúst 2025

LyfjaheitiATCLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt
vnr.
Fjöldi
afgr.ávísana
1MAGNESIA DAK*A02AA04filmhtflMagnesíum hýdroxíð988511259
988529227
991085129
Samtals615
2PropranololC07AA05filmhtflPropranololum993015127
98975956
Samtals183
mixtúraPropranololum9726131
Samtals1
3Miralaxlausnduf95882952
98862843
Samtals95
4PROPRA-RATIOPHARMC07AA05filmhtflPropranololum99668969
99669726
Samtals95
5SENEASEA06AB06töflurSenna99373489
Samtals89
6Quinine SulfateP01BC01töflurChininii97559284
Samtals84
7Levomepromazine OrionN05AA02töflurLevomepromazinum98095546
98199529
9865317
Samtals82
8PrednisolonH02AB06töflurPrednisolonum97577452
9874228
9851294
Samtals64
9HIRUDOID SALVE*C05BA01kremHeparinoidum99675463
Samtals63
10Morfin "DAK"N02AA01töflurMorphinum96918134
96977728
Samtals62
11MAGNESIUM EQL PHARMAG04BX01töflurmagnesium hydroxide99538461
Samtals61
12SEM MIXTÚRA - FORSKRIFTARLYFR05DA20mixtúracombinations96223442
96224219
Samtals61
13REGAIN FORTED11AX01áburðurMinoxidilum97987555
Samtals55
14Glycerol infantA06AX01eþ-stíllglycerol94485253
Samtals53
15FinaceaD10AX03hlaupAcidum azelaicum98039350
Samtals50
16PeriactinR06AX02töflurCyproheptadinum96411548
Samtals48
17HalcionN05CD05töflurTriazolamum98834742
9883395
Samtals47
18NozinanN05AA02töflurLevomepromazinum97986741
4433742
Samtals43
19OxybutininG04BD04töflurOxybutyninum98341243
Samtals43
20CONDYLINED06BB04húðlausnPodophyllotoxinum99001126
97583116
Samtals42

*lyfi ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 3. september 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat