Undanþágulyf sem oftast var ávísað í nóvember 2025

Mikilvægt er að lyf, sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu, verði skráð og/eða markaðssett

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja, með það að markmiði að koma í veg fyrir að lyfjaskortur hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.

Áfram er markmið Lyfjastofnunar, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð og/eða markaðssett. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu og/eða markaðssetningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Hér fyrir neðan eru tveir listar. Sá fyrri sýnir þau undanþágulyf sem voru í notkun í nóvember sl. vegna lyfjaskorts. Sá síðari sýnir þau tuttugu lyf sem læknar ávísuðu oftast í nóvember 2025.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Heimildin er veitt að undangengnu mati á öryggi við slíka breytingu. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listunum sem fylgja.

Undanþágulyf sem voru í notkun í nóvember vegna lyfjaskorts

Í listanum eru upplýsingar um heiti undanþágulyfsins, lyfjaform, fjölda ávísana, heiti lyfsins sem undanþágulyfið leysir af hólmi, markaðsleyfishafi þess, umboðsaðili og heildsala.

LyfjaheitiLyfjaformFjöldi
afgr.ávísana
Lyf í skortiMarkaðsl.h.
lyfs í skorti
UmboðsaðiliHeildsala
1MAGNESIA DAKfilmhtfl622Magnesia MedicViatris ApsIcepharmaParlogis
2DUSPATAL RETARDforðahlk52DUSPATAL RETARDViatris ApsIcepharmaParlogis

Tuttugu undanþágulyf sem oftast var ávísað í nóvember 2025

 LyfjaheitiATCLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt
vnr.
Fjöldi
afgr.ávísana
1MAGNESIA DAK*A02AA04filmhtflMagnesíum hýdroxíð988511261
 988529243
 991085118
 Samtals622
2PropranololC07AA05filmhtflPropranololum993015153
 98975994
 Samtals247
 mixtúraPropranololum9726131
 Samtals1
3PROPRA-RATIOPHARMC07AA05filmhtflPropranololum99668985
 99669745
 Samtals130
4AtaraxN05BB01filmhtflHydroxyzinum5450689
 Samtals89
 mixtúraHydroxyzinum97645628
 Samtals28
5SEM MIXTÚRA - FORSKRIFTARLYFR05DA20mixtúracombinations96223471
 96224235
 Samtals106
6Levomepromazine OrionN05AA02töflurLevomepromazinum98095555
 98199533
 98653112
 Samtals100
7SHINGRIXJ07BK03stszoster, purified antigen98702694
 Samtals94
8SENEASEA06AB06töflurSenna99373493
 Samtals93
9HIRUDOID SALVEC05BA01kremHeparinoidum99675489
 Samtals89
10Miralax lausnduf 95882947
 98862834
 Samtals81
11REGAIN FORTED11AX01áburðurMinoxidilum97987575
 Samtals75
12Quinine SulfateP01BC01töflurChininii97559269
 Samtals69
13LEXOTANN05BA08töflurBromazepamum99482362
 Samtals62
14FinaceaD10AX03hlaupAcidum azelaicum98039359
 Samtals59
15PrednisolonH02AB06töflurPrednisolonum97577442
 98742211
 9851294
 Samtals57
16PeriactinR06AX02töflurCyproheptadinum96411554
 Samtals54
17Morfin "DAK"N02AA01töflurMorphinum96977729
 96918124
 Samtals53
18DUSPATAL RETARD*A03AA04forðahlkMebeverinum98666152
 Samtals52
19LargactilN05AA01töflurChlorpromazinum97412219
 99103515
 97399213
 9910432
 9745521
 Samtals50
20Glycerol infantA06AX01eþ-stíllglycerol94485248
 Samtals48

*lyfi ávísað til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja

Síðast uppfært: 3. desember 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat