Notkun lækningatækja

Notandi lækningatækis er hver sá einstaklingur, hvort sem um ræðir heilbrigðisstarfsmann eða annan notanda, sem notar tækið.

Eigendur og notendur bera ábyrgð á öruggri notkun og viðhaldi lækningatækja í samræmi við gildandi reglur og leiðbeiningar.

Öllum þeim sem framleiða, selja, dreifa, eiga eða nota lækningatæki og vita um atvik, frávik, galla eða óvirkni, sem kynni að valda eða hefur valdið heilsutjóni eða dauða notanda, ber skylda til að tilkynna Lyfjastofnun um slíkt.

Heilbrigðisstarfsfólk, notendur og sjúklingar eru hvattir til þess að tilkynna um öll atvik sem grunur er um. Lyfjastofnun hvetur einnig alla eigendur lækningatækja til að tilkynna rekstraraðila tækisins um öll atvik sem tengjast notkun þess.

Síðast uppfært: 3. október 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat